Fyrirtækið Allt Hitt fyrir Heilsuna (Allt Hitt ehf.) er fjölskyldu-fyrirtæki stofnað í maí 2007. Allt Hitt ehf. er vaxandi fyrirtæki með mikla möguleika á sviði heilsu og heilbrigðs lífernis. Hjá Allt Hitt ehf. starfa fjórir starfsmenn:
Ólafur Einarsson framkvæmdastjóri, rafeindaiðnfræðingur og nemi í Heilsumeistaraskólanum. Ólafur hefur einbeitt sér að rafeindahönnun á Z-amplifiernum.
Björg Marteinsdóttir, Heilsumeistari, sjálfsvarnarkennari og leiðbeinandi með öllu hópastarfi sem fram fer á vegum Allt Hitt fyrir Heilsuna. Nánar má lesa um hópastarf og námskeið frá aðalsíðu AlltHitt.is. Björg er skráður græðari.
Matthías Orri Ólafsson er forritari og vefhönnuður Allt Hitt, hann vinnur einnig í markaðsmálum fyrirtækisins og sér einnig um öll tölvumál.
Shirah Christine Ólafsson vinnur í markaðsmálum, ásamt því að leita byrgja og afla annarra gagna í fjær umhverfi Allt Hitt ehf.